31. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:09
Davíð Stefánsson (DSt) fyrir ÁI, kl. 09:00
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) fyrir ÓN, kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:08
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:06
Samþykktar.


2) 403. mál - afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra Kl. 09:06 - Opið fréttamönnum
Á fundinn kom Þórhallur Vilhjálmsson aðallögfræðingur Alþingis og gerði grein fyrir reglum um hæfi þingmanna og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 3. mál - tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um meðferð málsins og hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu.
4) 6. mál - meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga Kl. 10:54
Sjá umfjöllun við lið 3.


5) 43. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 10:54
Sjá umfjöllun við lið 3.


6) Önnur mál. Kl. 10:54
Fleira var ekki gert.

MN sem situr í nefndinni í stað JRG var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 10:54