38. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. mars 2012 kl. 15:08


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 15:08
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:08
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 15:08
Magnús M. Norðdahl (MN), kl. 15:08
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 15:08
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 15:08
Róbert Marshall (RM), kl. 15:08
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 15:08

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:08
Fundargerðir 36 og 37 samþykktar.


2) 366. mál - upplýsingalög Kl. 15:10
Á fundinn kom Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti og gerði grein fyrir þeim breytingum sem frumvarpið felur í sér ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.3) 86. mál - ráðherraábyrgð Kl. 16:45
Samþykkt að MT yrði framsögumaður málsins og að málið yrði sent út til umsagnar.
4) 493. mál - rannsókn á einkavæðingu banka Kl. 16:46
Samþykkt að LGeir yrði framsögumaður málsins og að málið yrði sent út til umsagnar.
5) 108. mál - kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna Kl. 16:47
Samþykkt að MT yrði framsögumaður málsins og að málið yrði sent út til umsagnar.6) 68. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar Kl. 16:49
Samþykkt að kanna hvort atvinnuveganefnd samþykki að fjalla um málið.7) Skýrsla um Hólaskóla.
Málsmeðferð.
Kl. 16:52
Samþykkt að MN yrði framsögumaður málsins.


8) Skýrsla um beingreiðslur vegna sauðfjárræktar.
Málsmeðferð.
Kl. 16:54
Samþykkt að MN yrði framsögumaður málsins.9) Skýrsla um skuldbindandi samninga (iðn.ráðuneyti).
Málsmeðferð.
Kl. 16:56
Samþykkt að VBj yrði framsögumaður málsins.10) Skýrsla um skuldbindandi samninga (velf.ráðuneyti).
Málsmeðferð.
Kl. 16:58
Samþykkt að VBj yrði framsögumaður málsins.


11) Skýrsla um skuldbindandi samninga (innanríkisráðuneyti).
Málsmeðferð.
Kl. 17:00
Samþykkt að VBj yrði framsögumaður málsins.


12) Skýrsla um skuldbindandi samninga (forsætisráðuneyti).
Málsmeðferð.
Kl. 17:02
Samþykkt að VBj yrði framsögumaður málsins.


13) Skýrsla um Náttúruminjasafn Íslands.
Málsmeðferð.
Kl. 17:04
Samþykkt að ÁI yrði framsögumaður málsins.

14) Skýrsla um skuldbindandi samninga (sjávarútvegs- og landbún.ráðuneyti).
Málsmeðferð.
Kl. 17:06
Samþykkt að VBj yrði framsögumaður málsins.


15) Skýrsla um skuldbindandi samninga (mennta- og menningarm.ráðuneyti).
Málsmeðferð.
Kl. 17:06
Samþykkt að VBj yrði framsögumaður málsins.


16) Skýrsla um skuldbindandi samninga (umhverfisráðuneyti).
Málsmeðferð.
Kl. 17:06
Samþykkt að VBj yrði framsögumaður málsins.


17) Skýrsla um rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila 2008-2012.
Málsmeðferð.
Kl. 17:08
Samþykkt að VBj yrði framsögumaður málsins.


18) Önnur mál. Kl. 17:09
Formaður dreifði yfirliti yfir mál sem nefndin hefur til meðferðar.

Ákveðið að kanna hvort þingskapanefnd samþykkti að nefndin vísaði eftirtöldum málum til hennar sbr. 3. mgr. 23. gr. þingskapa:

57. mál, lagaskrifstofa Alþingis
28. mál, þingfararkaup Alþingismanna og þingfararkostnaður (afnám sérstakra álagsgreiðslna) og
27. mál, þingsköp Alþingis (umræðutími þingmála).

Einnig fjallað um 76. mál, Þjóðhagsstofu, í þessu samhengi en samþykkt að skoða nánar.

Nefndin fjallaði einnig um hugsanlega umfjöllun nefndarinnar um skýrslu um lífeyrissjóðina sem Landssamband lífeyrissjóða lét vinna í tengslum við álytkun Alþingis frá 28. september 2010. Formaður kynnti að innan fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar væri áhugi á að fjalla um skýrsluna. Formaður mun ræða við fulltrúa skrifstofu Alþingis vegna málsins.

Formaður kynnti hugmynd um að senda stjórnlagaráði vinnuskjal með punktum, athugasemdum sem komið hafa fram á fundum nefndarinnar við umfjöllun um 3. mál, skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá. Samþykkt af meiri hluta: VBj, RM, LGeir, MT, MN. Bá og ÓN sátu hjá. VigH á móti.

Formaður bar upp tillögu um að birta tilkynningu um bréf til stjórnlagaráðs og spurningar á vef þingsins. Samþykkt af meiri hluta: VBj, RM, LGeir, MT, MN. BÁ og ÓN sátu hjá. VigH á móti.

Loks kynnti formaður tilmæli frá fulltrúum stjórnlagaráðs sem óska eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eða fulltrúar hennar kæmu til fundar við ráðið föstudaginn 9. mars kl. 2 síðdegis til að ræða þær spurningar og athugasemdir sem nefndin hefur sent stjórnlagaráði. VigH tilkynnti að hún myndi ekki mæta. VBj, ÁI, MT, RM og MN mæta. Formaður bað nefndarmenn að láta nefndaritara vita með mætingu.

Fleira var ekki gert.

ÁI boðaði forföll.


Fundi slitið kl. 17:18