48. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. mars 2012 kl. 11:30


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 11:30
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 11:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 11:30
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 11:30
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 11:30
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 11:30
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 11:30
Róbert Marshall (RM), kl. 11:30
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 11:30

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 11:30
Frestað.


2) 636. mál - ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga Kl. 11:45
Formaður frestaði fundi til 11:45.

Nefndin fjallaði um málið og breytingartillögur sem meiri hlutinn hyggst leggja til.

Kl. 12:00 kom Guðbjörg Andrea Jónsdóttir frá félagsvísindastofnun Háskóla Íslands á fundinn og gerði grein fyrir sjónarmiðum varðandi breytingartillögurnar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.



3) Önnur mál. Kl. 12:30
VigH gerði athugasemd við að nefndin hefði ekki verið upplýst um vinnu gestsins við samningu spurninga í þingsálytkunartillögunni og greiðslur vegna þeirrar vinnu.

ÁI óskaði eftir að bókuð yrðu mótmæli við athugasemdum VigH um að látið sé að því liggja að gestir komi fyrir nefndina undir fölsku flaggi.

Nefndin fjallaði um næsta fund sem verður hugsanlega í kvöldverðarhléi og hugmyndir um gesti þ.e. fulltrúa landskjörstjórnar og fulltrúa innanríkisráðuneytis.

Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 13:00