57. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. maí 2012 kl. 08:34


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 08:34
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:34
Magnús M. Norðdahl (MN), kl. 08:43
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 08:38
Róbert Marshall (RM), kl. 08:36
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 08:34

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 08:35
Frestað.


2) 493. mál - rannsókn á einkavæðingu banka Kl. 08:36
Á fundinn komu Arnar Þór Másson frá forsætisráðuneyti, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson og Björn Jón Bragason og gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.3) Eftirfylgni í kjölfar samþykktar þingsályktunartillögu um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Kl. 09:15
Á fundinn komu Arnar Þór Másson, Páll Þórhallsson og Ágúst Geir Ágústsson frá forsætisráðuneyti og gerðu grein fyrir eftirfylgni forsætisráðuneytis í kjölfar ályktunar Alþingis og skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
4) Önnur mál. Kl. 10:29
Formaður kynnti að hún hefði fengið eftirtalda sérfræðinga til að vinna við tillögur stjórnlagaráðs; Hafsteinn Þór Hauksson, Pál Þórhallsson, Ragnhildi Helgadóttur, Oddný Mjöll Arnardóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur. Auk þess gætu Aagot Óskarsdótir og Guðmundur Alfreðsson einnig aðstoðað við vinnuna.

Fleira var ekki gert.

ÁI og MT voru fjarverandi.


Fundi slitið kl. 10:30