55. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. apríl 2012 kl. 08:35


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 08:35
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir VigH, kl. 08:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:35
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:35
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 08:35
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:20
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 08:35
Róbert Marshall (RM), kl. 08:35

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 699. mál - breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands Kl. 08:35
Á fundinn komu Þórveig Þormóðsdóttir frá starfsmannafélagi Stjórnarráðsins og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Elías Blöndal frá Bændasamtökum Íslands og gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.


2) 366. mál - upplýsingalög Kl. 09:00
Framsögumaður dreifði drögum að nefndaráliti og breytingartillögum og nefndin fjallaði um málið.



3) Önnur mál. Kl. 09:37
Fleira var ekki gert.

ÁI 1. varaformaður stýrði fundi í fjarveru formanns, VBj.



Fundi slitið kl. 09:40