62. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 09:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 10:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:40
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:05
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:05
Róbert Marshall (RM), kl. 09:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:05
Frestað.


2) 493. mál - rannsókn á einkavæðingu banka Kl. 09:06
LGeir kynnti drög að áliti og nefndin fjallaði um málið og breytingartillögu VigH.3) Viðbrögð við skýrslu RNA, þingmannanefndar og ályktun Alþingis (lífeyrissjóðirnir). Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið.4) EES-mál: Nýtt eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum í Evrópu. Kl. 10:00
Á fundinn kom Stefán Már Stefánsson prófessor og gerði grein fyrir áliti sínu og Bjargar Thorarensen um hvort innleiðing reglna ESB væri annmörkum háð með tilliti til ákvæða stjórnarskrárinnar sem unnið var fyrir utanríkisráðuneytið. Þá svaraði hann spurningum nefndarmanna um málið.


5) Önnur mál. Kl. 10:42
Formaður kynnti að fyrirhugað væri að halda stuttan fund í færeyska herbergi Skála í hádegi á morgun.

Fleira var ekki gert.

ÓN var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 10:42