64. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 09:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:26
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:05
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:05
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:05
Skúli Helgason (SkH) fyrir RM, kl. 10:16
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:05
Frestað.


2) 101. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Karl M. Kristjánsson frá skrifstofu Alþingis og Páll Þórhallsson og Óðinn H. Jónsson frá forsætisráðuneytinu og gerðu grein m.a. fyrir meðaltalskostnaði við þingmann samanborið við ráðherra og sparnaði sem hefur náðst með fækkun ráðherra ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Á fundinn kom Skúli Guðmundsson frá innanríkisráðuneyti kl. 10:50 og kynnti nefndinni greinargerð dómsmála- og mannréttindaráðuneytis frá 17. febrúar 2010 sem unnin var í tilefni af skýrslu ÖSE/ODIHR sem úttektarnefnd á vegum ÖSE gerði um framkvæmd alþingiskosninga á Íslandi 25. apríl 2009. Úttektarnefndin gerði tylft athugasemda og ábendinga sem huga þyrfti að við framkvæmd og endurskoðun kosningalaga. Þá svaraði hann spurningum nefndarmanna um málið.

Ákveðið að senda allsherjar- og menntamálanefnd málið til kynningar og nýta skýrsluna í fyrirhugaða vinnu nefndarinnar í tengslum við endurskoðun kosningalaga.3) Viðbrögð við skýrslu RNA, þingmannanefndar og ályktun Alþingis. Kl. 09:30
Frestað.


4) 493. mál - rannsókn á einkavæðingu banka Kl. 10:16
Samþykkt að afgreiða frá nefndinni.

Meiri hluti; VBj, ÁI, LGeir, framsm., SkH, MN og MT.
Minni hluti VigH og annar minni hluti BÁ og ÓN.5) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Lánasjóð ísl. námsmanna. Kl. 10:22
Nefndin fjallaði um málið. Afgreiðslu frestað.
6) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Kl. 10:22
Framsögumaður ÁI ætlar að skoða málið milli funda.7) 25. mál - rýmri fánatími Kl. 10:23
Framsögumaður ÓN fór yfir málið, nefndin fjallaði um það.


8) Önnur mál. Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

VBj, formaður gerði hlé á fundi kl. 10:40 til 10:50.

SkH vék af fundi kl. 10:20.

Fundi slitið kl. 11:55