65. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 15:20


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 15:20
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 15:29
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 16:30
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 15:20
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 15:20
Pétur H. Blöndal (PHB) fyrir ÓN, kl. 15:20
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 15:20

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:20
Frestað.


2) Viðbrögð við skýrslu RNA, þingmannanefndar og ályktun Alþingis vegna FME, stjórnsýsluúttekt. Kl. 15:25
Á fundinn komu Unnur Gunnarsdóttir, Alexander Þórisson og Ragnar Hafliðason frá Fjármálaeftirlitinu og gerðu grein fyrir úttektum og skýrslum sem gerðar hafa verið um Fjármálaeftirlitið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.


3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Lyfjastofnun og skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað. Kl. 16:05
Á fundinn komu Sveinn Arason, Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun, Einar Magnússon, Vilborg Ingólfsdóttir, Einar Njálsson og Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneyti og Rannveig Gunnarsdóttir frá Lyfjastofnun.

Fulltrúar Ríkisendurskoðunar fóru yfir skýrsluna og fulltrúar velferðarráðuneytis og Lyfjastofnunar gerðu grein fyrir viðbrögðum við ábendingum og athugasemdum í skýrslunni ásamt því að þau svöruðu öll spurningum nefndarmanna um málið og einnig spurningum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað sem einnig er til umfjöllunar í nefndinni.



4) Skýrsla um Lánasjóð ísl. námsmanna. Kl. 17:10
Formaður dreifði drögum að áliti, frestað að afgreiða málið.


5) Skýrsla um stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Kl. 17:11
Framsögumaður kynnti drög að áliti og nefndin samþykkti að afgreiða málið, allir með.


6) 101. mál - þingsköp Alþingis Kl. 17:15
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti. Málið tekið fyrir að nýju á næsta fundi.


7) 108. mál - kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna Kl. 17:20
Formaður kynnti drög að náli, fyrirhugað að afgreiða á næsta fundi.


8) Önnur mál. Kl. 17:38
Fleira var ekki gert.

VigH vék af fundi kl. 17:10.
BÁ vék af fundi kl. 17:20.
RM og ÓN voru fjarverandi.


Fundi slitið kl. 17:39