66. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 25. maí 2012 kl. 09:45


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:45
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:45
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:45
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:45
Róbert Marshall (RM), kl. 09:45

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 101. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:45
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt, meiri hluti samþykkti það, minni hluti sat hjá.

Meiri hluti; VBj, ÁI, RM, LGeir og MN. MT var fjarverandi en búin að óska eftir því við formann að skrifa undir álitið skv. heimild í 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðastarfsreglna fastanefnda.
Minni hluti; BÁ skilar séráliti.



2) 108. mál - kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna Kl. 10:00
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni, allir með.



3) Skýrsla ríkisendurskoðunar um LÍN. Kl. 10:18
Frestað.



4) Önnur mál. Kl. 10:19
Fleira var ekki gert.

BÁ vék af fundi kl. 10:15.
ÓN, VigH og MT voru fjarverandi.



Fundi slitið kl. 10:20