67. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. júní 2012 kl. 09:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:25
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:05
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:05
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:05
Róbert Marshall (RM), kl. 09:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:05
Fundargerðir 59-65 lagðar fyrir fundinn. Frestað.


2) 366. mál - upplýsingalög Kl. 09:06
Á fundinn kom Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti og gerði grein fyrir afstöðu ráðuneytisins við breytingartillögur meiri hluta nefndarinnar og svaraði spurningum nefndarmönnum um önnur atriði sem nefndin er að skoða.



3) Önnur mál. Kl. 10:05
Fyrirhugað að hafa fund í hádegishléi 6. júní til að ljúka umfjöllun um 366. mál, frumvarp til upplýsingalaga.

Formaður minnti á fund fimmtudaginn 7. júní vegna jafningjaúttektar á Ríkisendurskoðun sem hollenska systurstofnunin framkvæmir ásamt fulltrúum frá sænsku og norsku systurstofnununum.

Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 10:10