3. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. september 2012 kl. 10:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 10:00
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 10:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:00
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 10:00
Pétur H. Blöndal (PHB) fyrir BÁ, kl. 10:37
Róbert Marshall (RM), kl. 10:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 10:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:02
Frestað.


2) Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar. Kl. 10:03
Formaður lagði til, vegna ákvæða í þingsköpum Alþingis, að óskað yrði eftir því að fjárlaganefnd skilaði áliti um ársskýrslu Ríkisendurskoðunar sem nefndin fjallaði um samhliða sinni umfjöllun um ársskýrsluna.



3) Ábendingar umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum. Kl. 10:10
Formaður fór yfir þrjár ábendingar umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum frá árinu 2011 sem varða þrjú mál varðandi lög um tekjuskatt, virðisaukaskatt og um staðgreiðslu opinberra gjalda, mál sem lýtur að álagningu tolla og mál er varðar stjórnsýslulega stöðu Íslandsstofu. Formaður lagði til að málin yrðu tekin fyrir að nýju m.a. með fulltrúum viðkomandi ráðuneyta.


4) 19. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 10:20
Samþykkt að VBj, form. yrði framsögumaður málsins. Samþykkt að senda til umsagnar með tveggja vikna fresti.


5) 50. mál - rannsókn á einkavæðingu banka Kl. 10:25
Samþykkt að LGeir yrði framsögumaður málsins og að málið yrði afgreitt frá nefndinni á grundvelli afgreiðslu nefndarinnar frá 140. löggjafarþingi.


6) 10. mál - fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskylda þeirra Kl. 10:30
Samþykkt að MT yrði framsögumaður málsins og að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.


7) 7. mál - kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna Kl. 10:35
Samþykkt að VBj yrði framsögumaður og að málið yrði afgreitt á grundvelli nefndarálits frá 140. löggjafarþingi.


8) Þorláksbúð. Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið. Ákveðið að taka málið fyrir að nýju á öðrum fundi og fá gesti.


9) Önnur mál. Kl. 10:50
Formaður kynnti drög að skýrslu vegna umfjöllunar um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2010 sem fjalla átti um á síðasta þingi en sú umfjöllun fór ekki fram í þingsal. Skýrslan verður lögð fram svo unnt sé að fjalla um ársskýrsluna á þessu þingi.

Nefndin fjallaði um verkaskiptingu milli fjárlaga- og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í tengslum við skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur ekki skilað og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og fyrirhugaða ferð nefndarinnar til að hitta systurnefndina í Noregi.

Tillaga VigH um að senda fyrirspurn til Ríkisendurskoðunar um hvar rannsókn stofnunarinnar á 75 milljóna króna greiðslu samkvæmt fjáraukalögum 2011, vegna gámatjóns sendiráðsfulltrúa Íslands í Washington D.C. standi, samþykkt.

Formaður kynnti að fyrirhugað væri að taka fyrir á næsta fundi erindi frá forsætisráðuneytinu um hljóðupptökur ríkisstjórnarfunda og álitaefni í tengslum við þau.

Fleira var ekki gert.

ÁI og SII voru fjarverandi.



Fundi slitið kl. 11:16