11. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. október 2012 kl. 09:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:50
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:00
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:43
Róbert Marshall (RM), kl. 09:05
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:00
Þór Saari (ÞSa) fyrir MT, kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:02
Fundargerð 10. fundar samþykkt.



2) Ákvörðun um að hafa 6. dagskrárliðinn (Meðferð tillagna stjórnlagaráðs) opinn fjölmiðlum. Kl. 09:02
Nefndin samþykkti tillögu formanns um að hafa dagskrárliðinn opinn fjölmiðlum.





3) 248. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 09:05
Formaður lagði til að óskað yrði álits allsherjar- og menntamálanefndar á málinu.

Meiri hluti samþykkti tillögu formanns, VigH var á móti.



4) 214. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 09:05
Á fundinn komu Arnar Þór Másson, Páll Þórhallsson og Una Björk Ómarsdóttir frá forsætisráðuneytinu. Arnar Þór gerði grein fyrir þeim breytingum sem í frumvarpinu felast og svaraði spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að formaður, VBj yrði framsögumaður málsins og að málið yrði sent til umsagnar.




5) 215. mál - upplýsingalög Kl. 09:30
Á fundinn komu Páll Þórhallsson og Una Björk Ómarsdóttir frá forsætisráðuneyti. Páll fór yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Tillaga formanns um að RM yrði framsögumaður málsins samþykkt. Einnig samþykkt að senda til umsagnar og vekja athygli umsagnaraðila á yfirliti í greinargerð yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar á frumvarpinu frá síðustu framlagningu.



6) Meðferð tillagna stjórnlagaráðs. Kl. 10:00 - Opið fréttamönnum
Á fundinn kom Páll Þórhallsson sem fer fyrir hópi sérfræðinga sem vinna við tillögur stjórnlagaráðs og gerði nefndinni grein fyrir vinnu þeirra við tillögurnar o.fl. sérfræðinga sem hafa unnið fyrir hópinn ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.


7) 25. mál - framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna Kl. 10:40
Samþykkt að VigH yrði framsögumaður málsins.

Samþykkt að senda til umsagnar.



8) Eftirfylgni með þingsályktun um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 28. sept. 2010. Kl. 10:45
Formaður fór yfir þann hluta málsins er varðar Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, þ.e. stjórnsýsluúttekt á þessum stofnunum og hvað hafi verið gert. Nefndin fjallaði um álitaefnin og samþykkti að taka fyrir að nýju.



9) Önnur mál. Kl. 10:55
Formaður dreifði niðurstöðum úr þjóðaratkvæðagreiðslu sem fengnar voru af vef RÚV ohf. og byggðu á töflu frá Þorkeli Helgasyni.

Formaður kynnti svör Ríkisendurskoðunar við spurningum um hver væri staða jafningjaúttektar sem fram fer á stjórnsýsluhluta stofnunarinnar.

ÞSa vakti athygli á framkvæmd og skipulagi við talningu í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Nefndin fjallaði um það, kynningarmál o.fl.

Fleira var ekki gert.

SII var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 11:16