12. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. október 2012 kl. 08:30


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 08:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:40
Davíð Stefánsson (DSt) fyrir ÁI, kl. 09:00
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:30
Róbert Marshall (RM), kl. 08:35
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 08:45
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 08:35
Þór Saari (ÞSa) fyrir MT, kl. 08:30

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 248. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 08:30
Formaður kynnti drög að nefndaráliti með breytingartillögu.
ÞSa kynnti breytingartillögu sína við málið.
VigH kynnti breytingartillögu sína við málið.

Nefndin fjallaði um málið. Meiri hlutinn samþykkti að flytja nefndarálitið þ.e. VBj, LGeir, RM, SII og DSt.
Minni hluti, VigH skilar áliti með breytingartillögu og ÞSa leggur fram breytingartillögu við málið. BÁ sat hjá við afgreiðslu málsins.




2) Stjórnsýsla Íslandsstofu - ábending umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum. Kl. 09:05
Á fundinn komu Högni Kristjánsson og Sesselja Sigurðardóttir frá utanríkisráðuneyti og fóru yfir stjórnsýslulega stöðu Íslandsstofu ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.


3) 123. mál - þýðing skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á ensku Kl. 09:38
Nefndin fjallaði um málið, tillaga ÞSa um að MT yrði framsögumaður samþykkt og að senda málið til umsagnar.



4) 39. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 09:39
Tillaga formanns um að LGeir yrði framsögumaður málsins samþykkt og að listi með tillögum að umsagnaraðilum verði sendur á nefnd.



5) Önnur mál. Kl. 09:40
Formaður kynnti jákvætt svar Hagstofu við tilmælum nefndar um að stofnunin safnaði saman tölulegum upplýsingum um reynsluna af aðstoðarmönnum kjósenda við atkvæðagreiðslu í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Dagskrár nefndadaga næstu viku var rædd, þ.e. opinn fundur með umboðsmanni Alþingis vegna skýrslu ársins 2011.

LGeir kynnti að hann myndi flytja breytingartillögu við 50. mál, rannsókn á einkavæðingu banka, um að nefndin ætti að skila skýrslu sinni 15. mars 2013.

Formaður kynnti að samkomulag hefði orðið með forseta Alþingis og ríkisendurskoðanda að stofnunin fengi fjármuni til að ljúka stjórnsýsluúttekt fyrir jól svo unnt væri að gera úttekt á fjárhagsendurskoðuninni.

Fleira var ekki gert.

ÓN var fjarverandi.




Fundi slitið kl. 09:56