16. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl. 08:36


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 08:36
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 08:36
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:36
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 08:36
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir ÓN, kl. 08:45
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 08:36

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:36
Fundargerð 15. fundar yfirfarin og samþykkt.


2) Eftirfylgni Ríkisendurskoðunar með lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda þeirra og um upplýsingaskyldu þeirra. Kl. 08:40
Nefndin fjallaði um málið.


3) 214. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 09:00
Á fundinn komu Jóhann Sigurjónsson og Ólafur S. Ástþórsson frá Hafrannsóknastofnuninni og gerðu grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Friðrik Arngrímsson og Friðrik Friðriksson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins. Þeir gerðu grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá kom Halldór Runólfsson frá Matvælastofnun og gerði grein fyrir umsögn stofnunarinnar um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Loks kom Sigurður Guðjónsson frá Veiðimálastofnun og fór yfir umsögn um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.


4) Önnur mál. Kl. 10:03
Formaður lagði til að fundur með sérfræðingum sem hafa unnið að undirbúningi frumvarps til stjórnarskipunarlaga á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs n.k. mánudag 12. nóvember kl. 15:15, verði opinn fjölmiðlum. Tillagan var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

RM, BÁ og VigH voru fjarverandi.





Fundi slitið kl. 10:05