19. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. nóvember 2012 kl. 08:35


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 08:35
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 08:45
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:35
Magnús Orri Schram (MSch) fyrir SII, kl. 09:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:12
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 08:40
Róbert Marshall (RM), kl. 08:35

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 08:35
Frestað.


2) 215. mál - upplýsingalög Kl. 08:35
Á fundinn komu Kristinn Már Ársælsson og Björn Þorsteinsson frá Öldunni - félagi um lýðræði og sjálfbærni og Hjálmar Jónsson og Sigurður Már Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands. Þeir gerðu grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst kom Gústaf A. Skúlason frá Samorku og gerði grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Loks kom Kristín Þóra Harðardóttir frá Samtökum atvinnulífsins og gerði grein fyrir umsögn samtakanna um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.3) Frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Kl. 09:35
Formaður lagði til að nefndin flytti málið og samþykkti meiri hlutinn það þ.e. VBj, ÁI, RM, LGeir, MSch, MT. Minni hluti ÓN á móti.

4) Önnur mál. Kl. 09:45
Fleira var ekki gert.

BÁ og VigH voru fjarverandi.Fundi slitið kl. 09:45