20. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 22. nóvember 2012 kl. 09:47


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:47
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:47
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:00
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:47
Magnús Orri Schram (MSch) fyrir SII, kl. 09:47
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:47
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:55
Róbert Marshall (RM), kl. 09:52

VigH var fjarverandi.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:47
Fundargerðir 17., 18. og 19. fundar samþykktar.


2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:50
Formaður lagði fram bréf sem hún sendi formanni nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum eða Feneyjarnefndinni og óskaði eftir að fá álit nefndarinnar á þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu.

Formaður kynnti að henni hefði verið boðið að afhenda nefndinni bréfið á fundi nefndarinnar 14. og 15. desember í Feneyjum og að nefndarmenn gætu komið að breytingum við bréfið á fundi í byrjun næstu viku. Þá óskaði formaður eftir stuðningi við að starfsmaður fylgdi formanni á fund Feneyjarnefndarinnar. Formaður kynnti að verið væri að skoða hversu mikið efni þyrfti að þýða fyrir Feneyjanefndina vegna álitsbeiðninnar.

Nefndin fjallaði um bréfið. ÓN óskaði eftir að bókuð yrðu mótmæli við því að formaður hefði sent bréfið án þess að bera það undir nefndina áður.



3) Önnur mál. Kl. 10:16
Fleira var ekki gert.




Fundi slitið kl. 10:18