23. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. nóvember 2012 kl. 09:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:38
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:05
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 09:28

VigH boðaði forföll.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerðir 20. - 22. samþykktar.


2) 215. mál - upplýsingalög Kl. 09:04
Á fundinn komu Trausti Fannar Valsson og Hervör Pálsdóttir frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Trausti Fannar svaraði spurningum nefndarmanna og gerði grein fyrir stöðu og verkefnum úrskurðarnefndarinnar.



3) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 10:20
Tillaga LGeir um að formaður yrði framsögumaður málsins, samþykkt.

Nefndin fjallaði um málsmeðferð.



4) 360. mál - meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2011 Kl. 10:10
Samþykkt að VBj, formaður yrði framsögumaður málsins.


5) 416. mál - rannsóknarnefndir Kl. 10:12
Samþykkt að SII yrði framsögumaður og að málið yrði sent út til umsagnar með viku fresti.


6) 27. mál - lagaskrifstofa Alþingis Kl. 10:14
Samþykkt að VigH yrði framsögumaður málsins.


7) 18. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 10:15
Samþykkt að MT yrði framsögumaður málsins.


8) Önnur mál. Kl. 10:16
Formaður kynnti efni næstu funda, m.a. umfjöllun um eftirfylgni með þingsályktun um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Samþykkt að fá fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna málsins.

Formaður kynnti viðbótartillögu um breytingu á máli 214, Stjórnarráðið, um að ákveðinn greinir í nafni Hafrannsóknarstofnunarinnar verði afnuminn. Samþykkt.

Fleira var ekki gert.


Fundi slitið kl. 10:37