25. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. desember 2012 kl. 09:03


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:03
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 10:14
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:28
Erla Ósk Ásgeirsdóttir (EÓÁ) fyrir ÓN, kl. 09:03
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:03
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:03
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 09:03
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:03

RM var fjarverandi.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:03
Fundargerð 24. fundar samþykkt.


2) Eftirfylgni með þingsályktun um viðbrögð Alþingis um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 28. september 2010. Kl. 09:05
Á fundinn komu Björn Rúnar Guðmundsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Kjartan Gunnarsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og gerðu grein fyrir því sem gert hafi verið á vegum ráðuneytanna til að bregðast við ályktun Alþingis um stjórnsýslulega úttekt á Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.3) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 10:15
Á fundinn komu Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur og Magnús Karel Hannesson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þeir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við 39. gr. frumvarpsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis og gerði grein fyrir sjónarmiðum við 39. gr. frumvarpsins og fleiri greinar í III. kafla um Alþingi ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.


4) 215. mál - upplýsingalög Kl. 12:00
Formaður kynnti að komið væri minnisblað vegna málsins frá Trausta Fannari Valssyni lektor og formanni úrskurðarnefndar um upplýsingamál.5) Önnur mál. Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.Fundi slitið kl. 12:08