26. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. desember 2012 kl. 08:30


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 08:30
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 08:41
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:33
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 08:30
Róbert Marshall (RM), kl. 09:16
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 08:33
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 08:41

BÁ og ÓN voru fjarverandi.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Fundargerð 25. fundar samþykkt.

2) Þorláksbúð. Kl. 08:33
Formaður lagði fram drög að skýrslu um málið. Nefndin fjallaði um það.


3) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 08:45
Á fundinn komu Freyr Ófeigsson formaður landskjörstjórnar og Þórhallur Vilhjálmsson ritari landskjörstjórnar og gerðu grein fyrir sjónarmiðum um 39., 42., 43. og 44. gr.

Formaður óskaði eftir að landskjörstjórn skilaði formlegri umsögn.


4) Önnur mál. Kl. 09:23
VigH óskaði eftir afstöðu nefndinnar til að flytja þingsályktunartillögu um rannsókn á slitameðferð bankanna í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Ákveðið að skoða milli funda.

Nefndin fjallaði um frumvarp til upplýsingalaga, upplýst að forsætisráðuneytið hygðist skila minnisblaði vegna breytingartillagna sem nefndin hefur til skoðunar.

Fleira var ekki gert.


Fundi slitið kl. 09:32