27. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 14:05


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 14:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 14:25
Erla Ósk Ásgeirsdóttir (EÓÁ) fyrir ÓN, kl. 14:05
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 14:05
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 14:05
Róbert Marshall (RM), kl. 14:05

ÁI, SII og VigH voru fjarverandi.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 14:06
Frestað.


2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 14:07
Nefndin fjallaði um málið, m.a. aðfararorð og 1. - 3. gr. frumvarpsins.

Á fundinn kom Trausti Fannar Valsson lektor og gerði grein sjónarmiðum við 50. og 51. gr. og svaraði spurningum nefndarmanna um málið.

Formaður kynnti erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem óskar eftir framlengdum fresti til að skila umsögn um 415. mál, frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Formaður lagði til að slíkum erindum yrði svarað þannig að ef fólk, stofnanir eða félög treysti sér ekki til að skila innan þess frests sem ákveðinn var geri nefndin ráð fyrir að þau skili svo fljótt sem verða má.

Samþykkt af: MT, LGeir, RM og VBj
BÁ og EÓÁ sátu hjá.




3) 215. mál - upplýsingalög Kl. 15:30
Á fundinn kom Trausti Fannar Valsson lektor og svaraði spurningum nefndarmanna um málið.



4) Álit um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2011. Kl. 16:14
Formaður dreifði drögum að áliti um skýrsluna.



5) Önnur mál. Kl. 16:15
Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 16:15