28. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. desember 2012 kl. 15:20


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 15:20
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 15:20
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:20
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 15:20
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 15:20
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 15:20
Róbert Marshall (RM), kl. 15:20
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 15:20
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 15:20

VigH vék af fundi kl. 16:30 vegna annars fundar.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:22
Frestað.


2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 15:22 - Opið fréttamönnum
Fundurinn var opinn fréttamönnum en allir gestafundir nefndarinnar vegna málsins verða opnir fjölmiðlum, sbr. 2. mgr. 19. gr. þingskapa.

Á fundinn komu Svanur Kristjánsson, Ólafur Þ. Harðarson og Gunnar Helgi Kristinsson frá Háskóla Íslands og gerðu m.a. grein fyrir sjónarmiðum við IV. kafla um forseta Íslands og V. kafla frumvarpsins um ráðherra og ríkisstjórn auk þess að svara spurningum nefndarmanna.


3) 215. mál - upplýsingalög Kl. 17:42
Framsögumaður lagði fram drög að nefndaráliti. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.


4) Álit um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2011. Kl. 17:45
Drög að áliti verður sent á nefnd og málið tekið fyrir á næsta fundi.


5) Önnur mál. Kl. 17:49
Fleira var ekki gert.Fundi slitið kl. 17:50