52. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. febrúar 2013 kl. 09:06


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:06
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:06
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:06
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:06
Róbert Marshall (RM), kl. 09:13
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 09:36
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:16

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:06
Fundargerð 50. fundar lögð fram og samþykkt.


2) 537. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 09:08
Samþykkt að LGeir yrði framsögumaður. Senda til umsagnar.


3) 527. mál - rannsókn á einkavæðingu bankanna Kl. 09:12
Samþykkt að VigH yrði framsögumaður málsins og tillaga hennar um að senda til umsagnar með þriggja vikna fresti samþykkt.



4) 18. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 09:15
Samþykkt að MT yrði framsögumaður málsins. Samþykkt að senda kjararáði til umsagnar.


5) Skýrslur Ríkisendurskoðunar. Kl. 09:20
Formaður dreifði yfirliti yfir stöðu skýrslna Ríkisendurskoðunar í nefndinni og nefndin fjallaði um það, almennt um málsmeðferð skýrslna og stöðu einstakra skýrslna.



6) Önnur mál. Kl. 09:40
Formaður fór yfir lista yfir mál til umfjöllunar í nefndinni og nefndin fjallaði um þau.

Fleira var ekki gert.





Fundi slitið kl. 10:09