61. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 9. mars 2013 kl. 09:32


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) fyrir ÁI, kl. 09:39
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:57
Magnús Orri Schram (MSch) fyrir LGeir, kl. 09:32
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:32
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 09:32
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:54

VBj, RM og MT voru fjarverandi.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 641. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:39
MSch framsögumaður málanna stýrði fundi í fjarveru formanns og varaformanna.

Á fundinn komu Skúli Magnússon og Sigurður Líndal og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við bæði málin ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá komu Gunnar Helgi Kristinsson og Ólafur Þ. Harðarson og gerðu einnig grein fyrir sjónarmiðum við málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.




2) 642. mál - heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar Kl. 10:37
Fjallað um málið samhliða 1. máli á dagskrá.



3) Önnur mál. Kl. 10:37
Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 10:37