65. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu Skála, fimmtudaginn 14. mars 2013 kl. 19:35


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 19:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 19:35
Magnús Orri Schram (MSch) fyrir LGeir, kl. 19:35
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 19:35
Róbert Marshall (RM), kl. 19:35
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII), kl. 19:35
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 19:35

VBj og MT voru fjarverandi.


Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 19:35
Frestað.


2) 641. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 19:36
Framsögumaður MSch og 1. varaformaður lögðu fram drög að nefndaráliti með breytingartillögum.

Lagt til að málið yrði tekið út. Samþykki því voru ÁI, RM, SII, MSch og OH. Á móti var VigH sem telur málið ekki nægilega þroskað og ekki bært til afgreiðslu. Aðrir sátu hjá.

Samþykkir því að skrifa undir nefndarálit voru: ÁI, RM, SII, MSch frsm. og OH.



3) 642. mál - heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar Kl. 20:00
Fjallað um málið samhliða 2. máli á dagskrá, tillaga um að afgreiða frá nefndinni samþykkt af meiri hluta aðrir sátu hjá.

Að nefndaráliti standa; ÁI, RM, SII, MSch frsm. og OH.

4) Önnur mál. Kl. 20:02
Fleira var ekki gert.



Fundi slitið kl. 20:03