6. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 4. júlí 2013 kl. 09:31


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:31
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:31
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:31
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:31
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:31
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:31
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:31
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) fyrir VBj, kl. 09:32
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:31

SigrM var fjarverandi.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) 30. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:31
Formaður lagði til að BN yrði framsögumaður málsins. Var það samþykkt. BN lagði fram drög að nefndaráliti sem hann kynnti fyrir nefndinni. Formaður lagði til að málið yrði afgreitt og kynnti önnur drög að nefndaráliti. Samþykkt var að afgreiða málið.

Að nefndaráliti 1. minni hluta standa: BN, KG, PHB og WÞÞ.
Að nefndaráliti 2. minni hluta standa: ÖJ, BirgJ, HHj og SII.

2) Önnur mál Kl. 09:36
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:36