14. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. nóvember 2013 kl. 10:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 10:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 10:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Haraldur Einarsson (HE) fyrir WÞÞ, kl. 10:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 11:22
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 10:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 10:00
Róbert Marshall (RM) fyrir BP, kl. 10:09
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 10:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 10:00

HHG kom inn í stað JÞÓ kl. 11:22 vegna umfjöllunar um ORACLE skýrslurnar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 10:00
Fundargerðir 9. - 12. fundar samþykktar.

2) 145. mál - meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2012 Kl. 11:06
Á fundinn kom Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti, kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að vekja athygli efnahags- og viðskiptanefndar með bréfi á ályktun nr. 17/140 um úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði, 21. mars 2012.

3) 158. mál - aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni Kl. 10:05
Á fundinn kom Páll Þórhallson frá forsætisráðuneyti og kynnti frumvarpið ásamt því að svara fjölmörgum spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að senda frumvarpið út til umsagnar.

4) Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins(ORRI) - Uppfærsla 2010 Kl. 11:22
BN framsögumaður og 1. varaformaður fór yfir málið og nefndin fjallaði um það og næstu gesti.

5) Orri - Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins Undirbúningur og innleiðing Kl. 11:22
Umfjöllun samhliða dagskrárlið 4.

6) Önnur mál Kl. 11:45
Fjallað um næstu fundi, fyrirhugað fundafall n.k. fimmtudag, opinn fund n.k. föstudag vegna umfjöllunar um skýrslu rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð o.fl. og aðra fundi á nefndadögum.

Fundi slitið kl. 11:47