32. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 20. febrúar 2014 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 08:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:37

Birgitta Jónsdóttir boðaði forföll vegna veikinda.
Helgi Hjörvar boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:30
Fundargerðir 30. og 31. fundar samþykktar.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Ferðamálastofu. Kl. 08:33
Á fundinn komu Valgerður Rún Benediktsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Elías Gíslason og Sólrún Anna Jónsdóttir frá Ferðamálastofu og Kristín Kalmansdóttir og Bjarkey R. Gunnlaugsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 62. mál - skrásetning kjörsóknar eftir fæðingarári í kosningum á Íslandi frá vori 2014 Kl. 09:22
Frestað.

4) 13. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 09:24
Frestað.

5) Önnur mál Kl. 09:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:25