41. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, mánudaginn 31. mars 2014 kl. 15:45


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 15:45
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 15:45
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:45
Karl Garðarsson (KG), kl. 15:45
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 15:45
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 15:45
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:45

Birgitta Jónsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Sigrún Magnúsdóttir var fjarverandi.
Brynhildur Pétursdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Tillaga til þingsályktunar um gerð sáttmála um stafræn mannréttindi. Kl. 15:45
Formaður fór yfir tillögu til þingsályktunar um gerð sáttmála um verndun friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum sem Pétur H. Blöndal hefur unnið að ásamt Birgittu Jónsdóttur og Helga Hjörvari.

Pétur H. Blöndal lagði til að nefndin flytti málið og var það samþykkt, allir með.

2) 67. mál - samning stefnumarkandi frumvarpa og þingsályktunartillagna Kl. 15:55
Formaður lagði til að nefndin flytti breytingartillögu við málið og var það samþykkt, allir með.

3) Önnur mál Kl. 16:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:05