20. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:15
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:55
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:55
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Karl Garðarsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Helgi Hjörvar og Brynhildur Péturssdóttir voru fjarverandi hluta fundar vegna annarra þingstarfa.
Ögmundur Jónasson formaður vék af fundi kl. 9:45 og Brynjar Níelsson stýrði fundi frá þeim tíma.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Hólaskóli - Háskólinn á Hólum. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:00
Á fundinn komu Kristín Kalmandsdóttir, Þórir Óskarsson, Jón Loftur Björnsson og Guðmundur Björnsson. Kristín fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Lánasjóður íslenskra námsmanna. Lánshæfi náms og þróun útlána. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:20
Á fundinn komu Kristín Kalmandsdóttir, Þórir Óskarsson, Jón Loftur Björnsson og Guðmundur Björnsson. Þórir fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Rekstrarafkoma og fjárhagsstaða hjúkrunarheimila á árinu 2013 Kl. 09:47
Á fundinn komu Kristín Kalmandsdóttir, Þórir Óskarsson, Jón Loftur Björnsson og Guðmundur Björnsson. Jón Loftur fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Guðmundi.

5) 274. mál - endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands Kl. 10:22
Tillaga um að Birgitta Jónsdóttir yrði framsögumaður málsins var samþykkt og að málið yrði sent til umsagnar.

6) 56. mál - þingsköp Alþingis Kl. 10:30
Tillaga um að Valgerður Bjarnadóttir yrði framsögumaður málsins var samþykkt og að málið yrði sent til umsagnar.

7) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45