31. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. febrúar 2015 kl. 08:30


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:35
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Ögmundur Jónasson, Helgi Hjörvar og Vigdís Hauksdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 30. fundar samþykkt.

2) Alþjóðlegir samningar um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Kl. 08:35
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Kristín kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Siðareglur fyrir starfsfólk Stjórnarráðs Íslands. Skýrsla til Alþingis Kl. 08:50
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Þórir kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 434. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 09:10
Tillaga um að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður málsins var samþykkt og að málið yrði sent til umsagnar.

5) Stjórnun og rekstur Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Eftirfylgniskýrsla Kl. 09:15
Samþykkt að ítreka beiðni til mennta- og menningarmálaráðuneytis um nánari skýringar á skilyrðum fyrir styrkveitingum erlendis frá t.d. Norðurlandaráði í tengslum við Norrænu eldfjallastöðina.

6) Samningar um símenntunarmiðstöðvar. Skýrsla Kl. 09:20
Samþykkt að umfjöllun nefndarinnar um málið væri lokið.

7) Framkvæmdasýsla ríkisins. Skýrsla Kl. 09:20
Samþykkt að umfjöllun nefndarinnar um málið væri lokið.

8) Yfirlit um sjálfseignarstofnanir og sjóði sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá fyrir rekstrarárið 2012, júlí 2014 Kl. 09:20
Samþykkt að umfjöllun nefndarinnar um málið væri lokið.

9) Önnur mál Kl. 09:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:25