37. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. mars 2015 kl. 15:15


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 15:15
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 15:15
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 15:15
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 15:15
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Vigdísi Hauksdóttur (VigH), kl. 15:15
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:15
Karl Garðarsson (KG), kl. 15:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:15

Pétur H. Blöndal og Valgerður Bjarnadóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 18:12
Fundargerðir 35. og 36. fundar voru samþykktar.

2) 206. mál - opinber fjármál Kl. 15:15
Á fundinn komu Guðmundur Árnason, Þórhallur Arason, Ólafur Reynir Guðmundsson, Álfrún Tryggvadóttir og Björn Rögnvaldsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Gunnar H. Hall frá Fjársýslu ríkisins. Guðmundur kynnti frumvarpið og gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 186. mál - fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT) Kl. 16:25
Á fundinn kom María Rún Bjarnadóttir frá innanríkisráðuneyti og gerði grein fyrir afstöðu ráðuneytisins til málsins og vinnu við það á fyrri stigum.

Kl. 16:45 kom Sigurður Örn Hilmarsson frá lögmannsstofunni Rétti og gerði grein fyrir afstöðu til málsins og kynnti efni erindis sem hann hélt um það á málþingi Amnesty International ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 17:16
Formaður gerði grein fyrir að drög að áliti vegna beggja mannauðsskýrslnanna hefði verið send á nefndarmenn og að fyrirhugað væri að taka málið fyrir á næsta fundi.

5) Mannauðsmál ríkisins - 2. Stefna stjórnvalda og staða mannauðsmála ríkisins. Skýrsla um eftirfylgni. Kl. 17:16
Sjá bókun við lið 4.

6) Önnur mál Kl. 17:18
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:18