38. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Vigdísi Hauksdóttur (VigH), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:10
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:08
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Karl Garðarsson og Valgerður Bjarnadóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 37. fundar var samþykkt og viðbótarbókun við fundargerð 36. fundar.

2) 434. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 09:00
Á fundinn komu Erna Guðmundsdóttir og Ragnheiður Bóasdóttir frá Bandalag háskólamanna, Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Magnús M. Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands. Þau gerðu grein fyrir umsögnum um frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næstu komu Karl Björnsson og Þóra Björg Jónsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og kynntu afstöðu Sambandsins ásamt þvi að svara spurningum nefndarmanna.

Þá kom Guðjón Idir frá IMMI, alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi og kynnti umsögn stofnunarinnar um frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Álit umboðsmanns Alþingis í málum 7092/2012,7126/2012 og 7127/2012, meinbugir á lögum o.fl. Kl. 10:15
Á fundinn komu Þórður Sveinsson og Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd og gerðu grein fyrir sjónarmiðum Persónuverndar í málunum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008-2011. Kl. 10:30
Á fundinn komu Þórður Sveinsson og Vigdís Eva Líndal og gerðu grein fyrir úrskurðum Persónuverndar um málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Mannauðsmál ríkisins - 1. Starfslok ríkisstarfsmanna. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:32
Formaður lagði til að nefndin afgreiddi álit um eftirfylgniskýrslurnar tvær um mannauðsmál ríkisins, þ.e. 1. Starfslok ríkisstarfsmanna og 2. Stefna stjórnvalda og staða mannauðsmála ríkisins. Samþykkt að afgreiða og að nefndarmenn fengju frest út daginn til að gera athugasemdir og hver afstaða þeirra væri.

6) Mannauðsmál ríkisins - 2. Stefna stjórnvalda og staða mannauðsmála ríkisins. Skýrsla um eftirfylgni. Kl. 09:32
Sjá bókun við 5. dagskrárlið.

7) Önnur mál Kl. 10:43
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45