47. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:39
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Ögmund Jónasson (ÖJ), kl. 09:34
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Vigdís Hauksdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:55
Fundargerð 46. fundar var samþykkt.

2) Frumgreinakennsla íslenskra skóla. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:00
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Þórir kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Fóðursjóður - Tilgangur og ávinningur. Eftirfylgniskýrsla Kl. 09:23
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Kristín kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Ríkissaksóknari. Skýrsla Kl. 09:28
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Kristín kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 434. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 09:56
Nefndin fjallaði um málið. Samþykkt að fá gesti á næsta fund til að ljúka umfjöllun um málið.

6) Önnur mál Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um ýmis mál í nefndinni og verklag.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25