49. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. apríl 2015 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:51
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 08:30

Pétur H. Blöndal var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:30
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

2) Meðferð trúnaðargagna í stjórnsýslunni "lekamálið" og embættisskyldur innanríkisráðherra. Kl. 08:31
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni, sem var samþykkt.

Formaður lagði til að nefndin afgreiddi áður fram lagða skýrslu nefndarinnar um málið.

Vigdís Hauksdóttir gerði grein fyrir skýrslu meiri hluta, að henni standa auk Vigdísar Hauksdóttur, Karl Garðarsson, Haraldur Einarsson, Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen.

Minni hluti stendur að framlagðri skýrslu, þ.e. Ögmundur Jónasson, Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir og Brynhildur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi.

3) 434. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 08:40
Á fundinn kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og gerði gerði grein fyrir sjónarmiðum um málið og svaraði spurningum nefndarmanna. Framsögumaður lagði til að málið yrði afgreitt á næsta fundi.

4) Önnur mál Kl. 09:06
Vigdís Hauksdóttir lagði til að Víglundarmálið yrði tekið á dagskrá nefndarinnar. Ákveðið að gera það þar sem nefndin á eftir að ljúka málinu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:10