50. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:04
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Birgitta Jónsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfs og Sigríður Á Anderson varamaður fyrir Pétur H. Blöndal var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 49. fundar var samþykkt.

2) Þjónusta við fatlaða. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:01
Á fundinn komu Þór G. Þórarinsson frá velferðarráðuneyti og Sveinn Arason og Kristín Kalmansdóttir frá Ríkisendurskoðun.

3) Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2014 Kl. 09:43
Á fundinn komu Sveinn Arason og Kristín Kalmansdóttir frá Ríkisendurskoðun. Sveinn kynnti ársskýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Rekstur og starfsemi sendiskrifstofa Íslands. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:45
Frestað að taka fyrir.

5) Bílanefnd ríkisins. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 10:45
Frestað að taka fyrir.

6) 434. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 10:45
Framsögumaður, Brynjar Níelsson lagði fram drög að nefndaráliti með breytingartillögu.

Tillaga framsögumanns um að málið yrði tekið út var samþykkt.
Meiri hluti stendur að áliti.
Minni hluti skilar séráliti.

7) Önnur mál Kl. 10:49
Nefndin fjallaði um efni næstu funda í tengslum við hlutverk nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15