53. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. maí 2015 kl. 09:05


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:05
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir Brynhildi Pétursdóttur (BP), kl. 09:05
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:05
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:09
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:10
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:09
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:09

Birgitta Jónsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) Stýrinefnd stjórnvalda um samninga við erlendu kröfuhafa bankanna árið 2009 Kl. 09:10
Á fundinn komu Víglundur Þorsteinsson og Sigurður G. Guðjónsson. Víglundur fór yfir málið ásamt Sigurði og þeir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst kom Jónas Fr. Jónsson fv. forstjóri Fjármálaeftirlitsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Loks kom Jón Sigurðsson fv. stjórnarform. Fjármálaeftirlitsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 342. mál - meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2013 Kl. 10:35
Formaður gerði grein fyrir drögum að áliti vegna málsins og nefndarmenn fá tíma til að skoða hvort þeir eru með á álitinu eða ekki.

4) Önnur mál Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málsmeðferð skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:07