55. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Ögmundur Jónasson og Sigríður Á Andersen varamaður Péturs H. Blöndahl boðuðu forföll.
Birgitt Jónsdóttir vék af fundi kl. 10:00 vegna fundar í utanríkismálanefnd.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Frestað.

2) Stýrinefnd stjórnvalda um samninga við erlenda kröfuhafa bankanna árið 2009 Kl. 09:01
Á fundinn kom Ragnar Hafliðason fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 685. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 09:30
Á fundinn kom Ágúst Geir Ágústsson frá forsætisráðuneyti og kynnti frumvarpið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Stýrinefnd stjórnvalda um samninga við erlenda kröfuhafa bankanna árið 2009 Kl. 10:00
Á fundinn kom Jóhannes Karl Kristjánsson lögmaður og svaraði spurningum nefndarmanna um málið.

Næst kom Þórður Snær Júlíusson blaðamaður og svaraði spurningum nefndarmanna um málið.

5) 685. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 11:15
Á fundinn kom Eygló Sif Sigfúsdóttir og kynnti umsögn Einkaleyfastofunnar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Jóhannes Gunnarsson og Ívar Halldórsson frá Neytendasamtökunum og gerðu grein fyrir umsögn um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 272. mál - upplýsingalög Kl. 10:05
Samþykkt að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður málsins og að málið verði sent út til umsagnar.

7) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:55