62. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. júní 2015 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Helgi Hjörvar, Sigríður Á. Andersen og Valgerður Bjarnadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 61. fundar var samþykkt.

2) 434. mál - Stjórnarráð Íslands Kl. 08:31
Framsögumaður málsins, Brynjar Níelsson, lagði fram drög að nefndaráliti með breytingartillögu. Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga framsögumanns um að málið yrði tekið út var samþykkt.

Að áliti meiri hluta standa Brynjar Níelsson, Karl Garðarsson, Sigríður Á. Andersen, Vigdís Hauksdóttir og Willum Þór Þórsson.

Að áliti minni hluta standa Ögmundur Jónasson, Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir. Brynhildur Pétursdóttir er samþykk áliti minni hlutans.

3) Önnur mál Kl. 08:35
Nefndin ræddi málsmeðferð varðandi umfjöllun um stýrinefnd stjórnvalda um samninga við erlendu kröfuhafa bankanna árið 2009 (erindi Víglundar Þorsteinssonar).

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 08:40