7. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. október 2015 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 08:40
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:42
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:40
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:39
Vigdís Hauksdóttir (VigH) fyrir Höskuld Þórhallsson (HöskÞ), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Birgitta Jónsdóttir boðaði forföll vegna veikinda.
Brynjar Níelsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Frestað.

2) 115. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 08:30
Á fundinn komu Þorsteinn Magnússon og Þórhallur Vilhjálmsson frá skrifstofu Alþingis og kynntu málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Tillaga um að senda málið út til umsagnar var samþykkt.

3) Bréf umboðsmanns Alþingis vegna athugunar á brotum á reglum um gjaldeyrishöft og lagagrundvelli fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélag Kl. 09:43
Formaður lagði til að Birgir Ármannsson 1. varaformaður færi yfir málið á næsta fundi og nefndin ræddi síðan meðferð málsins. Samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 09:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00