10. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:20
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:59
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:07
Preben Jón Pétursson (PrP) fyrir Brynhildi Pétursdóttur (BP), kl. 09:00
Sigurjón Kjærnested (SKjær) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Elsa Lára Arnardóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 112. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 09:00
Á fundinn komu Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Óli Jón Jónsson upplýsingafulltrúi frá Ríkisendurskoðun. Sveinn kynnti umsögn stofnunarinnar um málið frá síðasta löggjafarþingi og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Óla Jóni.

3) Bréf umboðsmanns Alþingis vegna athugunar á brotum á reglum um gjaldeyrishöft og lagagrundvelli fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélag Kl. 10:00
Birgir Ármannsson 1. varaformaður lagði til að nefndin fengi á sinn fund fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis og Seðlabankastjóra á fund nefndarinnar til að fá upplýsingar um viðbrögð þeirra við bréfi umboðsmanns sem var samþykkt.

4) 156. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 10:07
Birgir Ármannsson 1. varaformaður lagði til að Willum Þór Þórsson yrði framsögumaður málsins og að málið yrði sent út til umsagnar sem var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10