13. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. nóvember 2015 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 08:40
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:40
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 08:50
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:45

Árni Páll Árnason, Brynjar Níelsson og Elsa Lára Arnardóttir voru fjarverandi. Birgitta Jónsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Helgi Hjörvar vék af fundi kl. 10:00.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Frestað.

2) Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir. Skýrsla til Alþingis Kl. 08:40
Á fundinn komu Ingvi Már Pálsson og Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun og Kristinn Einarsson, Sigurður H Magnússon, Kristján Geirsson og Hanna Björg Konráðsdóttir frá Orkustofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Umfjöllun lokið.

3) Staða barnaverndarmála á Íslandi. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:00
Á fundinn komu Ingibjörg Broddadóttir og Guðríður Bolladóttir frá Velferðarráðuneyti, Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun og Bragi Guðbrandsson og Halldór Hauksson frá Barnaverndarstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Umfjöllun lokið.

4) Náttúruminjasafn Íslands. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:50
Á fundinn komu Eiríkur Þorláksson og Helgi Freyr Kristinsson frá Mennta-og menningarmálaráðuneyti, Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun og Hilmar Malmquist frá Náttúruminjasafni Íslands.

Samþykkt að vekja athygli allsherjar- og menntamálanefndar á skýrslunni.

5) 156. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 10:20
Á fundinn komu Hörður Jóhannesson frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum varðandi frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Reglugerð (ESB) nr. 734/2013 er varðar eftirlit með ríkisaðstoð Kl. 10:40
Frestað.

7) Önnur mál Kl. 10:40
Formaður gerði grein fyrir stöðu mála í nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50