17. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. nóvember 2015 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 08:45
Brynjar Níelsson (BN), kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:30
Margrét Gauja Magnúsdóttir (MGM) fyrir Árna Pál Árnason (ÁPÁ), kl. 08:40

Birgitta Jónsdóttir boðaði forföll. Höskuldur Þórhallsson var fjarverandi. Willum Þór Þórsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Frestað.

2) Landhelgisgæsla Íslands. Verkefni erlendis. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 08:35
Á fundinn komu Skúli Þór Gunnsteinsson og Sveinn Helgason frá innanríkisráðuneyti, Georg Kr. Lárusson, Ólafur Páll Vignisson, Sandra M. Sigurjónsdóttir og Auðunn Kristinsson frá Landhelgisgæslu Íslands og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir ýmsum sjónarmiðum við skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að umfjöllun um skýrsluna væri lokið.

3) 115. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 08:50
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 09:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:05