18. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:23

Ögmundur Jónasson formaður, Árni Páll Árnason og Höskuldur Þórhallsson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 112. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 09:00
Á fundinn komu Áslaug Árnadóttir og Hildur Árnadóttir frá endurskoðendaráði og gerðu grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Margrét Pétursdóttur formaður Félags löggiltra endurskoðenda og gerði grein fyrir umsögn um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Loks kom Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og gerði grein fyrir umsögn um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 156. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 09:42
Willum Þór Þórsson framsögumaður málsins gerði grein fyrir minnisblaði frá forsætisráðuneyti og nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 10:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05