19. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. nóvember 2015 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 08:46
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:39
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 08:36
Brynjar Níelsson (BN), kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:54
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:30
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 08:45
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerð 16. og 17. fundar voru samþykktar.

2) Málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi. Skýrsla Kl. 08:30
Á fundinn komu Hermann Sæmundsson og Íris Björg Kristjánsdóttir frá innanríkisráðuneyti, Ingibjörg Broddadóttir og Bjarnheiður Gautadóttir frá velferðarráðuneyti og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Fulltrúar ráðuneytanna gerðu grein fyrir afstöðu til skýrslunnar og stöðu þessara mála í dag auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að umfjöllun um skýrsluna sé lokið hjá nefndinni.

3) 115. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 09:22
Nefndin fjallaði um málið.

4) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2014 Kl. 09:21
Frestað.

5) Önnur mál Kl. 09:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:52