24. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. febrúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:33
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:07
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Birgitta Jónsdóttir boðaði forföll vegna veikinda. Höskuldur Þórhallsson boðaði forföll á fundinn og Brynhildur Pétursdóttir boðaði forföll fyrir hluta fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:42
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

2) 156. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 09:00
Á fundinn komu Almar Guðmundsson, Ragnheiður Héðinsdóttir og Björg Ásta Þórðardóttir frá Samtökum iðnaðarins og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 115. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 09:42
Formaður kynnti drög að nefndaráliti og breytingartillögum og nefndin fjallaði um málið.

Samþykkt að taka fyrir á ný eftir kjördæmaviku.

4) Önnur mál Kl. 10:13
Formaður kynnti drög að bréfi til Svifflugfélags Íslands og nefndin samþykkti að bréfið yrði sent.

Formaður kynnti beiðni um Borgunarmálið (sala Landsbankans á hlut í Borgun) yrði tekið fyrir í nefndinni. Ákveðið var að bíða eftir boðaðri skýrslu Bankasýslunnar og meta í framhaldinu hugsanlega aðkomu nefndarinnar að málinu.

Samþykkt að taka skýrslu Ríkisendurskoðunar um samninga við sjúkrahótel í Ármúla fyrir á næsta fundi með fulltrúum þeirra stofnana sem koma að málinu, velferðarráðuneyti og Ríkisendurskoðun.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50