31. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. mars 2016 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:13
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:17
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Ögmundur Jónasson, Birgitta Jónsdóttir og Höskuldur Þórhallsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 156. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 09:00
Á fundinn komu Ágúst Geir Ágústsson frá forsætisráðuneyti og Björg Ásta Þórðardóttir frá Samtökum iðnaðarins. Ágúst Geir gerði grein fyrir tillögum að breytingum á málinu og sjónarmiðum við þær ásamt Björgu Ástu sem einnig svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að gefa ráðuneytinu tíma til að skoða málið nánar.

3) 112. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 09:50
Framsögumaður málsins, Birgir Ármannsson fór yfir málið og nefndin fjallaði um það.

4) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00