34. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:09
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Brynjar Níelsson og Elsa Lára Arnardóttir boðuðu forföll. Árni Páll Árnason var fjarverandi.
Helgi Hjörvar vék af fundi kl. 9:45 vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga. Annað og þriðja þjónustustig. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:00
Á fundinn komu Vilborg Ingólfsdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir og Ingibjörg Broddadóttir frá velferðarráðuneyti, Leifur Bárðarson, Salbjörg Bjarnadóttir og Sigrún Daníelsdóttir frá landlæknisembættinu og Sveinn Arason, Þórir Óskarsson og Jakob Rúnarsson frá Ríkisendurskoðun.

Formaður fór yfir meginefni skýrslunnar og gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Tillaga formanns um að senda bréf til ríkisendurskoðunar vegna málsins og senda velferðarnefnd skýrsluna til upplýsingar samþykkt.

3) 112. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 10:35
Tillaga formanns um að taka málið fyrir á næsta fundi, samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 10:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:42