43. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. maí 2016 kl. 15:15


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 15:15
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 15:15
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 15:15
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 15:15
Brynjar Níelsson (BN), kl. 15:15
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:15

Árni Páll Árnason, Elsa Lára Arnardóttir og Höskuldur Þórhallsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 16:07
Fundargerðir 39., 40., 41. og 42. fundar voru samþykktar.

2) 653. mál - rannsóknarnefndir Kl. 15:15
Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga um að Ögmundur Jónasson formaður yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

3) 112. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 15:30
Birgir Ármannsson 1. varaformaður og framsögumaður málsins reifaði drög að nefndaráliti og breytingartillögur og nefndin fjallaði um málið.

4) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 15:45
Nefndin fjallaði um málið.

5) 711. mál - rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum Kl. 16:05
Tillaga um að senda málið til umsagnar með frest til 18. maí nk. var samþykkt.

Tillaga um að Ögmundur Jónasson formaður yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 16:10
Formaður fór yfir dagskrá næsta fundar hjá nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:10