57. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 12. ágúst 2016 kl. 13:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 13:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 13:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 13:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 14:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:55

Birgitta Jónsdóttir boðaði forföll vegna veikinda. Brynjar Níelsson og Höskuldur Þórhallsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) Erindi frá heilbrigðisráðherra. Kl. 13:00
Á fundinn komu Guðrún Sigurjónsdóttir og Ása Þórhildur Þórðardóttir frá velferðarráðuneyti og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Málefni skuldara Kl. 13:30
Á fundinn komu Ámundi Loftsson frá Heimkomu og Elsa Ísfeld Arnórsdóttir, Aðalsteinn Símonarson og Björn Kirstján Arnarsson og gerðu grein fyrir sínum sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) 58. mál - kosningar til Alþingis Kl. 14:18
Á fundinn komu Katrín Oddsdóttir og Þórir Baldursson frá Stjórnarskrárfélaginu og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst komu Hermann Sæmundsson og Ólafur Hjörleifsson frá innanríkisráðuneyti og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 14:47
Nefndin fjallaði um næstu fundi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00