59. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Höskuldur Þórhallsson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. Elsa Lára Arnardóttir boðaði forföll vegna veikinda. Árni Páll Árnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Þjónustusamningur ríkisins við Farice ehf. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:00
Á fundinn komu Elínrós Líndal og Jóhann Þór Jónsson frá Samtökum iðnaðarins og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Jóhann Þór og Elínrós gerðu grein fyrir sjónarmiðum Samtaka iðnaðarins varðandi málið og svöruðu spurningum nefndarmanna ásamt Sveini og Þóri.

3) 659. mál - meðferð sakamála Kl. 09:46
Nefndin fjallaði um málið og umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar.

4) Önnur mál Kl. 09:45
Nefndin ræddi dagskrár næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50